Radíóbúðin ehf er rekstraraðili radiobudin.is og símabaer.is og veitir lögbundna ábyrgð í samræmi við lög um neytendakaup eða í 2 ár til einstaklinga og í 1 ár til lögaðila með þeirri undantekningu að margar vörur í Acme vörulínunni bera 5 ára ábyrgð og ábyrgðartími á rafhlöðum er 1 ár.  Við veitum 15 daga skilarétt á öllum vörum ef við fáum þær í sama ástandi og þær fóru úr verslun okkar eða með upprunalegum pakkningum og fylgihlutum. Að þeim skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu en skilaréttur gildir ekki gagnvart sérpöntunum.

Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar eða ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en eigin verkstæði eða verkstæðis í samstarfi við Radíóbúðina.

Acme vörur með verðmæti undir kr. 5.000.- þurfa aldrei biðtíma við verkstæðisgreiningu heldur er skipt út strax og yfirhöfuð er það stefna okkar að nálgast gallamál af hraða og lipurð. Við áskiljum okkur þó rétt til verkstæðisskoðunar á dýrari búnaði áður en til útskipta, viðgerðar eða endurgreiðslu kemur.

Radióbudin ehf
Kt: 490318-0540
Vsk. no: 130884

Innskráning og Facebook innskráning:

Með Facebook innskráningu samþykkir viðskiptavinur að við fáum aðgang að fullu nafni og netfangi gegn því að upplýsingunum verði ekki deilt ekki með öðrum. Hið sama gildir um almenna innskráningu en auglýsingapóstur er aðeins sendur á þá er hafa veitt samþykki sitt. Viðskiptasaga er ætíð trúnaðarmál.