Kortaveski úr Hlýra og leðri – iPhone X

Þessi gríðarsterku kortaveski eru handsaumuð sérstaklega fyrir Radíóbúðina og unnin að hluta til úr íslensku hlýraroði sem er sútað hjá Atlantic Leather á Sauðárkrók. Hvert og eitt veski er því einstakt í útliti til viðbótar við að vera níðsterkt því fiskileður er þekkt af mikilli endingu. Ramminn sem festir símann við veskið er úr mjúku og sveigjanlegu plastefni sem brotnar ekki og er að auki er saumaður við veskið því límingar vilja svo oft gefa sig með tímanum. Símaveski verða almennt fyrir miklu hnjaski í gegnum líftíma sinn en þessi tilteknu veski hafa verið seld á Íslandi í 4 ár með frábærum árangri. Þau eru með 3 kortaraufar og vasa fyrir aftan, þau teygjast líka ágætlega með tímanum fyrir þá er troða nær endlaust í þau allskonar smádóti. Frábær veski sem gera símann þinn algjörlega einstakan.

Vörunúmer: 5996 Flokkur:

3.490 kr. 1.745 kr. -50%

Á lager